Íranar varaðir við að ögra Bandaríkjunum

Konur leika sér í snjónum í Tehran í Íran á …
Konur leika sér í snjónum í Tehran í Íran á sunnudag. AP

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna varaði Írana við því í morg­un að ögra Banda­ríkja­mönn­um en banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið greindi frá því í gær að ír­önsk her­skip hafi um helg­ina haft í hót­un­um við banda­rísk her­skip í Horm­uz-sundi, sem er mik­il­væg sigl­inga­leið fyr­ir olíu­fram­leiðslu­rík­in við Persa­flóa.

Segja tals­menn ráðuneyt­is­ins Írana hafa haft í hót­un­um við áhöfn skips­ins í gegn um tal­stöð og sagt að banda­rísku skip­in myndu springa í loft upp.

„Íran­ar ættu ekki að vera með slík­ar ögr­an­ir,” seg­ir Rice í viðtali sem birt er í ísra­elska blaðinu Jeru­salem Post og á frétta­vefn­um Ynet í dag. “Það er það sem um var að ræða og því verður að linna. Banda­rík­in munu verja hags­muni sína. Þau munu vernda banda­menn sína,” sagði hún. Þá sagði hún Írana vera mestu hindr­un­ina í vegi fyr­ir því að Miðaust­ur­lönd þró­ist í þá átt sem Banda­ríkja­stjórn vilji sjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert