Íranar varaðir við að ögra Bandaríkjunum

Konur leika sér í snjónum í Tehran í Íran á …
Konur leika sér í snjónum í Tehran í Íran á sunnudag. AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna varaði Írana við því í morgun að ögra Bandaríkjamönnum en bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að írönsk herskip hafi um helgina haft í hótunum við bandarísk herskip í Hormuz-sundi, sem er mikilvæg siglingaleið fyrir olíuframleiðsluríkin við Persaflóa.

Segja talsmenn ráðuneytisins Írana hafa haft í hótunum við áhöfn skipsins í gegn um talstöð og sagt að bandarísku skipin myndu springa í loft upp.

„Íranar ættu ekki að vera með slíkar ögranir,” segir Rice í viðtali sem birt er í ísraelska blaðinu Jerusalem Post og á fréttavefnum Ynet í dag. “Það er það sem um var að ræða og því verður að linna. Bandaríkin munu verja hagsmuni sína. Þau munu vernda bandamenn sína,” sagði hún. Þá sagði hún Írana vera mestu hindrunina í vegi fyrir því að Miðausturlönd þróist í þá átt sem Bandaríkjastjórn vilji sjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert