Kosning hafin í New Hampshire

Kjörstaðir voru opnaðir í forkosningum repúblikana og demókrata í New Hampshire í Bandaríkjunum klukkan 11 að íslenskum tíma. Skoðanakannanir benda til þess, að Barack Obama fari með sigur af hólmi hjá demókrötum og John McCain hjá repúblikönum.

Raunar hófst kjörfundur í smáþorpinu Dixville Notch klukkan 5 að íslenskum tíma í morgun og honum lauk nokkrum mínútum síðar þegar allir 17 skráðu kjósendurnir í bænum höfðu kosið.

Um er að ræða sérkennilega hefð sem á sér langa sögu. Obama fékk 7 atkvæði demókrata, John Edwards  2 og Richardson 1. Meðal repúblikana fékk McCain 4 atkvæði, Mitt Romney 2 og Rudolph Giuliani 1.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert