Obama byrjar vel í New Hampshire

Barack Obama byrjar vel í New Hampshire. Hann hlaut sjö af fyrstu 10 atkvæðum sem demókratar fengu þegar fyrstu atkvæðin í ríkinu höfðu verið greidd og talin í smábænum Dixville Notch. John McCain bar sigur úr býtum í röðum repúblikana.

Atkvæði þeirra 17 íbúa sem eru á kjörskrá í bænum voru greidd og talin skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt lögum sem gilda í New Hampshire má loka kjörstöðum og tilkynna úrslitin þegar íbúarnir hafa greitt sín atkvæði.

Sem fyrr segir hlaut Obama sjö atkvæði, John Edwards hlaut tvö,  Bill Richards, fyrrum ríkisstjóri Nýju Mexíkó, hlaut eitt líkt og Hillary Clinton.

Meðal repúblikana hlaut John McCain fjögur, Mitt Romney hlaut tvö og Rudy Giuliani hlaut eitt.

Aðeins 74 búa í Dixville Notch. Þrátt fyrir smæðina er þar stórt hótel, Balsams Grand Resort Hotel, sem er skammt frá kanadísku landamærunum.

Það tók ekki langan tíma að telja atkvæðin í Dixville …
Það tók ekki langan tíma að telja atkvæðin í Dixville Notch. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka