Ráðherra féll í sprengjuárás

Stjórnarherinn á Sri Lanka grunar að Tamíl Tígrar standi á …
Stjórnarherinn á Sri Lanka grunar að Tamíl Tígrar standi á bak við sprengjutilræðið. AP

Átta særðust, þar á meðal ráðherra í ríkisstjórn Sri Lanka, þegar vegasprengja sprakk skammt frá höfuðborg landsins. Ráðherrann lést síðar af völdum sára sinna. Grunur leikur á að uppreisnarmenn úr röðum Tamíl Tígra standi á bak við verknaðinn að sögn hersins.

D.M. Dassanayake, byggingarmálaráðherra landsins, var á ferð í bifreið sinni þegar sprengjan sprakk í Ja-Ela, sem er í um 20 km norður af Colombo. Læknar segja að ráðherrann hafi látist af völdum sára sinna á sjúkrahúsi.

Enginn hefur verið handtekinn en grunur leikur á að Tamíl Tígrar standi á bak við ódæðisverkið.

Talið er að uppreisnarmenninir beri ábyrgð á sprengjuárás sem varð fjórum að bana í síðustu viku í miðborg Colombo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert