Bush segist eiga von um frið

George W. Bush sagðist í dag vera vongóður um að hægt verði að ljúka friðarsamningum fyrir botni Miðjarðarhafs áður en hann lætur af embætti eftir ár. Bush kom til Ísraels í dag og er heimsókninni m.a. ætlað að þrýsta á Ísraelsmenn og Palestínumenn að taka upp friðarviðræður af alvöru.

Bush átti m.a. í dag viðræður við Shimon Peres, forseta Ísraels, og sagðist eftir fundinn koma til Ísraels bjartsýnt en einnig raunsær.  Hann sagði, að bæði Bandaríkin og Ísrael hefðu orðið skotmörk hryðjuverkamanna og líkti baráttunni við öfgamenn við síðari heimsstyrjöldina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert