Bush sér ný tækifæri til að koma á friði

George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Ísrael í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti. Tilgangur ferðarinnar er að koma skriði á friðarviðræðurnar milli Ísraela og Palestínumanna og skýra frá því hvort Bandaríkin hyggist beita Íran hervaldi vegna kjarnorkutilrauna þeirra.

„Við sjáum ný tækifæri til að koma á friði hér í Heilaga landinu og koma á frelsi á svæðinu,“ sagði Bush þegar hann lenti á Ben-Gurion flugvellinum í dag.

Shimon Peres, forseti Ísraels, og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, tóku á móti Bush þegar hann var lentur. Ríkisstjórn landsins var einnig viðstödd og heilsaði forsetanum með handabandi.

„Það var tími til kominn að ég kæmi hingað,“ sagði Bush þegar hann heilsaði Peres. Hann heimsótti síðast Ísrael árið 1998 áður en hann varð kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Peres sagði við komu Bush að Íranar ættu ekki að vanmeta hæfileika Ísraels til að verjast. Þá óskaði hann eftir aðstoð Bush við að binda á enda á „brjálæðið“, eins og hann orðaði það, sem sé í kringum Íran, Hizbollah og Hamas. Bæði Peres og Olmert lögðu á það áherslu á það að samskipti milli Bandaríkjanna og Ísrael haldist góð.

George W. Bush Bandaríkjaforseti segist sjá ný tækfæri til að …
George W. Bush Bandaríkjaforseti segist sjá ný tækfæri til að koma á friði í Miðausturlöndum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert