Forseti Venesúela, Hugo Chavez tilkynnti í dag að kólumbíski skæruliðahópurinn sem nefnir sig Byltingarher Kólumbíu (FARC) hefðu sent honum staðsetningu tveggja þekktra gísla sem þeir hafa haft í haldi í fjöllum Kólumbíu.
Chavez sagðist ætla að falast eftir leyfi kólumbískra yfirvalda til að senda menn sína til að ná í Clöru Rojas sem var aðstoðarkona Ingrid Betancourt fyrrum forsetaframbjóðenda í Kólumbíu og fyrrum þingkonuna Consuelo Gonzalez.
Það er rúm vika síðan afhending gíslanna mistókst þar sem skæruliðarnir sökuðu kólumbíska herinn um að ætla ekki að fara eftir fyrirmælum um afhendinguna.