Gáfu tárin Clinton byr á lokasprettinum?

Hillary Clinton fagnar sigri í New Hampshire í nótt
Hillary Clinton fagnar sigri í New Hampshire í nótt AP

Fyr­ir sól­ar­hring virt­ist for­val demó­krata í New Hamps­hire aðeins forms­atriði. Lang­flest­ir spáðu öld­unga­deild­arþing­mann­in­um Barack Obama sigri, sem hugðist sanna að niður­stöðurn­ar í Iowa væru ekki aðeins hunda­heppni, þvert á all­ar spár sigraði Cl­int­on hins veg­ar og virðast kon­ur og óákveðnir kjós­end­ur einkum hafa komið fyrr­um for­setafrúnni til bjarg­ar.

Sig­ur­inn þykir afar mik­il­væg­ur fyr­ir Cl­int­on, Obama var á mik­illi sigl­ingu eft­ir sig­ur­inn í Iowa og sig­ur í New Hamps­hire hefði lík­lega þýtt að marg­ir hátt sett­ir demó­krat­ar hefðu lýst op­in­ber­lega stuðningi við hann sem for­seta­efni.

Cl­int­on hins veg­ar lék sama leik og eig­inmaður henn­ar fyr­ir sex­tán árum, en Bill Cl­int­on, sem þá var nán­ast tal­inn úr leik, hlaut viður­nefnið „Comeback Kid", eða „end­ur­komustrák­ur­inn" eft­ir að hann náði öðru sæti í for­kosn­ing­un­um í New Hamps­hire árið 1992.

Ýmsar ástæður eru nefnd­ar fyr­ir því að Cl­int­on tókst að snúa vörn í sókn, en einkum virðast óákveðnir kjós­end­ur hafa komið henni til bjarg­ar á síðustu stundu og kon­ur, sem brugðust henni í for­kosn­ing­un­um í Iowa í síðustu viku.

Þátt­taka kvenna var mik­il í kosn­ing­un­um í gær, 57% kjós­enda voru kon­ur og kusu 46% þeirra Cl­int­on, en aðeins 34% Obama. Frétta­skýrend­ur finna ýms­ar ástæður fyr­ir þessu, Cl­int­on beygði af á kosn­inga­fundi og segja sum­ir að hún hafi fyr­ir vikið virst mann­legri og hlotið samúð kvenna fyr­ir, þær hafi loks séð konu í Cl­int­on, þótt kulda­leg sé. Þá segja sum­ir að milt veður að und­an­förnu gæti hafa þýtt að eldri kon­ur hafi frek­ar lagt á sig ferðalagið á kjörstað.

Fylgi Obama lá einkum hjá óflokks­bundn­um, 45% kjós­enda New Hamps­hire eru óflokks­bundn­ir en þaðan fékk Obama 46% af fylgi sínu í rík­inu. Rót­grón­ir demó­krat­ar héldu sig hins veg­ar við Cl­int­on. Hlut­fall yngri kjós­enda, sem reynd­ust hon­um mik­il­væg­ir í Iowa, var hins veg­ar lágt, aðeins 19%.

Cl­int­on lagði áherslu á það eft­ir niður­læg­ing­una í Iowa að þær breyt­ing­ar sem banda­rísk­ir kjós­end­ur gera kröfu um gætu aðeins orðið í krafti 35 ára reynslu henn­ar í stjórn­mál­um. „Hvenær varð reynsla að ókosti?", sagði fyrr­um for­setafrú­in ósátt við sinn hlut á kosn­inga­fundi í gær.

Hún stóð þó ein og óstudd þegar hún lýsti yfir sigri í nótt, án eig­in­manns síns og grárra fyrr­um ráðgjafa hans, sem stóðu að baki henni í kosn­inga­bar­átt­unni í Iowa meðan hún boðaði breyt­ing­ar í banda­rísk­um stjórn­mál­um.

John Edw­ards, hvíti karl­inn sem litla mögu­leika virðist eiga á að verða for­seti, hef­ur þó ekki gef­ist upp og hugg­ar sig við að kapp­hlaup­inu er hvergi nærri lokið, „tvö ríki búin, 48 ríki eft­ir".

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn John McCain, sem varð í fjórða sæti í for­vali re­públi­kana í Iowa þykir hafa blandað sér aft­ur í slag­inn með sigri í New Hamps­hire í gær. McCain, sem er 71 árs gam­all, sagðist lík­lega of gam­all til að kall­ast strák­ur, en að hann hefði vissu­lega sýnt keppi­naut­um sín­um hvað end­ur­koma þýddi. McCain reyn­ir nú öðru sinni að ná til­nefn­ingu en kosn­inga­bar­átta hans gekk illa fram­an af, m.a. vegna þess hve treg­lega gekk að fjár­magna bar­átt­una.

Sig­ur McCain skýr­ir þó síst lín­urn­ar í kosn­inga­bar­áttu re­públi­kana, enn þykja Rom­ney og Mick Hucka­bee, sem sigraði í for­val­inu í Iowa, verðugir keppi­naut­ar, en Hucka­bee hafði lítið fylgi í New Hamps­hire sam­kvæmt spám og þykir það fylgi sem hann fékk í raun varn­ar­sig­ur.

Þá hef­ur fjórði fram­bjóðand­inn, Rudy Giuli­ani, fyrr­um borg­ar­stjóri New York, sem eitt sinn var kallaður borg­ar­stjóri Banda­ríkj­anna, ekki gef­ist upp þrátt fyr­ir að hafa aðeins fengið 9% fylgi í New Hamps­hire.

Þótt þessi fyrstu for­völ gefi e.t.v. ein­hverja hug­mynd um stöðu fram­bjóðenda, þá er slag­ur­inn vart haf­inn. Iowa og New Hamps­hire eru frek­ar fá­menn ríki, aðeins 1,2 millj­ón­ir búa í New Hamps­hire.

Á næstu vik­um verður kosið í Michigan, Nevada, S-Karólínu og Flórída, og  stóri dag­ur­inn er svo auðvitað 5. fe­brú­ar, þegar kosið verður í 20 ríkj­um, þar á meðal stór­um ríkj­um á borð við Kali­forn­íu og New York.

Heim­ild­ir:
BBC
New York Times
Washingt­on Post
CBS News
Wall Street Journal


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert