Bloomberg íhugar óháð forsetaframboð

Fullyrt er að Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, sé að íhuga óháð forsetaframboð í Bandaríkjunum. AP fréttastofan segir að Bloomberg hafi byrjað að safna upplýsingum fyrir nokkrum mánuðum um stöðu sína í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.

Bloomberg hefur undirbúið framboð sín til opinberra embætta afar vel til þessa og innan skammst mun hefjast greining á þeim upplýsingum, sem starfsmenn hans hafa aflað að undanförnu. Hefur Bloomberg látið gera kannanir um öll Bandaríkin til að geta í kjölfarið lagt mat á það hvort hann eigi möguleika á sigri sem óháður frambjóðandi.

Bloomberg hefur til þessa neitað því að hann ætli að bjóða sig fram en að undanförnu hefur hann látið nægja að segja, að hann sé ekki frambjóðandi. AP hefur eftir heimildarmönnum, að óvissa sem ríkir innan stóru flokkanna tveggja um framboðsmál auki líkur á að Bloomberg bjóði sig fram.

Stu Loeser, talsmaður Bloombergs, vildi ekki tjá sig um málið.

Eignir Bloombergs, sem er 65 ára, eru metnar á 11,5 milljaða dala.  

Michael Bloomberg borgarstjóri New York.
Michael Bloomberg borgarstjóri New York. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert