George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði eftir að hafa hitt leiðtoga Ísraelsmanna og Palestínumanna að máli, að friðarsamkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs kosti, að báðir aðilar verði að gefa eftir.
Þá sagði Bush að erfitt yrði að leysa deiluna um Jerúsalem og að stöðva yrði hernám Ísraelshers á arabísku landi. Vísaði hann þar til þess að Ísraelsher ræður enn lögum og lofum á Vesturbakkanum.
„Það verður að taka erfiðar ákvarðanir," sagði Bush eftir að hann hafði heimsótt Vesturbakkann í dag.
Bush mun ferðast um Miðausturlönd á næstu dögum og reyna að ná fram því markmiði sínu, að koma á friði þar áður en hann lætur af embætti á næsta ári.