Ítölsk strandgæsla stöðvaði 226 ólöglega innflytjendur við suðurströnd Sikileyjar. Fimmtán metra langur bátur var stöðvaður nálægt eynni Lampedusa og innanborðs voru 7 konur og 119 karlmenn.
Þjóðerni innflytjendanna var ekki vitað en flestir ólöglegir innflytjendur á leið til Ítalíu sigla frá Líbýu en koma frá ýmsum löndum í Afríku.
Þann 29. desember síðastliðinn skrifuðu stjórnvöld Ítalíu og Líbýu undir yfirlýsingu sem lofar sameiginlegu eftirliti gegn ólöglegum innflytjendum.
16.482 ólöglegir innflytjendur reyndu að komast með báti til Ítalíu árið 2007.