Ítalir stöðva bát með 226 ólöglegum innflytjendum

Ólöglegir innflytjendur í bát.
Ólöglegir innflytjendur í bát. AP

Ítölsk strandgæsla stöðvaði 226 ólöglega innflytjendur við suðurströnd Sikileyjar.  Fimmtán metra langur bátur var stöðvaður nálægt eynni Lampedusa og innanborðs voru 7 konur og 119 karlmenn.

Þjóðerni innflytjendanna var ekki vitað en flestir ólöglegir innflytjendur á leið til Ítalíu sigla frá Líbýu en koma frá ýmsum löndum í Afríku.

Þann 29. desember síðastliðinn skrifuðu stjórnvöld Ítalíu og Líbýu undir yfirlýsingu sem lofar sameiginlegu eftirliti gegn ólöglegum innflytjendum.

16.482 ólöglegir innflytjendur reyndu að komast með báti til Ítalíu árið 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert