Kerry lýsir stuðningi við Obama

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að lýsa yfir stuðningi við Barack Obama, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Kerry, sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Massachusetts, mun lýsa formlega yfir stuðningi við Obama á fundi síðar í dag. Mun Kerry segja, að Obama sé best til þess fallinn að sameina bandarísku þjóðina á erfiðum tímum og sé einnig líklegur til að koma á grundvallarbreytingum í landinu.

Obama fór með sigur af hólmi í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa í byrjun ársins en Hillary Clinton vann prófkjör flokksins í New Hampshire á þriðjudag þvert á niðurstöður skoðanakannana.

John Kerry.
John Kerry. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka