Notkun plastpoka verði hætt á árinu

Áströlsk stjórnvöld kváðust í dag vonast til að notkun innkaupapoka úr plasti yrði smám saman hætt í stórmörkuðum þar í landi á árinu. Umhverfisráðherra landsins sagði að milljörðum plastpoka væri hent á hverju ári og hefði það í för með sér mengun og skaða fyrir dýralíf. Stjórnvöldi telji nauðsynlegt að grípa í taumana.

Umhverfisverndarsinnar fögnuðu þessum áformum, en samtök smásala gagnrýndu stjórnina fyrir lýðskrum. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði að ef notkun plastpoka yrði hætt myndu bréfpokar koma í staðinn „og hvaðan kemur pappírinn í þá? Eigum við að höggva fleiri tré til að leysa þann vanda? Eigum við að auka losun gróðurhúsalofttegunda?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert