Bandaríkjamenn gerðu umfangsmikla loftárás suður af Bagdad í gær og í árásinni féll 21 liðsmaður al-Qaeda. Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Bandaríkjaher hefur ekki staðfest að meðlimir í samtökunum hafi fallið í árásinni, þar sem 21.500 kílóum af sprengiefni var látið falla á 47 skotmörk.
Yfirmaður Bandaríkjahers segir að skotmörkin hafi verið staðir þar sem al-Qaeda hafi falið sprengiefni og að þeim hafi tekist að koma úr umferð mikið af sprengjuútbúnaði.