Áttum að sprengja Auschwitz

00:00
00:00

Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seti táraðist er hann heim­sótti helfar­arsafnið í Jerúsalem í dag, og sagði að Banda­ríkja­menn hefðu átt að varpa sprengj­um á Auschwitz-út­rým­inga­búðirn­ar til að stöðva ódæðis­verk­in sem þar voru fram­in.

Er Bush skoðaði Yad Vashem-safnið sagði hann við Condo­leezzu Rice ut­an­rík­is­ráðherra að Banda­ríkja­menn hefðu átt að varpa sprengj­um á braut­artein­ana sem lágu að Auschwitz á sín­um tíma, að því er fram­kvæmda­stjóri safns­ins greindi frá í dag.

Banda­menn höfðu ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um Auschwitz í stríðinu frá Pól­verj­um og föng­um sem sluppu úr búðunum. En ákveðið var að varpa ekki sprengj­um á búðirn­ar, eða tein­ana sem lágu að þeim og öðrum út­rým­inga­búðum nas­ista, held­ur leggja allt kapp á víðtæk­ari mark­mið í stríðsrekstr­in­um. Sú ákvörðun varð síðar mjög um­deild.

Á aðra millj­ón manna var myrt í búðunum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert