Farþegaflug til suðurpólsins

Farþegaflug er hafið milli Ástralíu og Suðurskautslandsins en til stendur að fljúga reglulega með vísindamenn og aðra, sem áhuga hafa á að skoða heimskautasvæðið, yfir sumarmánuðina, október til mars. Fyrsta flugvélin lenti á flugbraut á ísnum í morgun við Casey rannsóknarstöðina.

Það var 30 stiga hiti í Hobart á Tasmaníu þegar lagt var af stað í ferðina en 17 stiga frost á suðurpólnum þegar lent var þar fjórum og hálfum tíma síðar. Til þessa hafa vísindamenn verið fluttir á svæðið sjóleiðis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert