Hæstiréttur þyngir dóma yfir málverkaþjófum

„Ópið“ eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu listaverkum í …
„Ópið“ eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu listaverkum í heimi. Reuters

Hæstiréttur Noregs þyngdi í dag dóma yfir tveimur mönnum fyrir þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, Ópinu. Vísaði hæstiréttur máli þriðja mannsins til undirréttar á ný. Þremenningarnir voru í apríl í fyrra dæmdir í 5,5-9,5 árs fangelsi fyrir þjófnaðinn.

Stian Skjold, sem var dæmdur í 5,5 árs fangelsi í undirrétti, var í hæstarétti dæmdur í sex ára fangelsi. Petter Tharaldsen var dæmdur í 9,5 árs fangelsi í undirrétti en í hæstarétti var dómurinn þyngdur í 10,5 árs fangelsi. 

Hæstiréttur krafðist þess að mál Bjørn Hoen, sem var dæmdur í 9 ára fangelsi í undirrétti, yrði tekið upp á ný í undirrétti, samkvæmt frétt á vef Aftenposten. Skýrist það af því að tvö lykilvitni í málinu gegn Hoen höfðu gert með sér samkomulag að skrifa saman bók um málið án þess að upplýsa réttinn um fyrirætlun sína. Taldi hæstiréttur að vitnisburður tvímenninganna hefði jafnvel verið metin á annan hátt ef rétturinn hefði vitað um fyrirhuguð bókaskrif þeirra. Ekki er vitað hvenær réttarhöld yfir Hoen hefjast á ný í undirrétti.

Málverkunum, sem eru talin ómetanleg, var stolið í ágúst 2004 í Munch safninu í Ósló um hábjartan dag. Fundust þau tveimur árum síðar og er unnið að viðgerð á þeim. Þannig voru tvö göt á verkinu Madonnu og rakaskemmdir höfðu orðið á Ópinu. Í niðurstöðu hæstaréttar segir að fyrri dómar yfir tvímenningarnir hafi verið of vægir að teknu tilliti til ómetanlegra verðmæta verkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert