Stjórnarandstaðan í Kenýa hefur heitið því að hefja að nýju fjöldamótmæli eftir að sáttaviðræður um að binda enda á hættuástand í landinu tókust ekki.
„Við teljum að stjórnvöld hafi engan áhuga á að leita úrlausna vegna ástandsins í landinu,” sagði Salim Lone, talsmaður stjórnarandstöðunnar Orange Democratic Movement (ODM).
„Þar af leiðandi endurvekjum við allsherjar þjóðarvakningu og fjöldamótmæli sem við höfðum frestað,” sagði Salim.
John Kufuor, stjórnarformaður bandalags Afríku, African Union, fór frá Kenýa í gær eftir að ekki tókst að ná samkomulagi á milli forseta landsins Mwai Kibaki og leiðtoga stjórnarandstöðunnar Raila Odinga.
Deilur um forsetakosningarnar í Kenýa þann 27.desember síðastliðinn hafa orðið yfir 500 manns að bana.