Bush: Von vaknar á ný í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði er hann heimsótti bandaríska herstöð í Kúveit í dag að vonir um frið hefðu glæðst á ný í Írak eftir að fjölgað var í bandaríska herliðinu í landinu. Bush sat upplýsingafund með hershöfðingja sínum og ræddi við bandaríska hermenn.

Bush sagði að áætlanir um að kalla heim 20.000 hermenn frá Írak á þessu ári stæðu óbreyttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert