Skoðanakannanir staðfesta breytta stöðu McCains og Clinton

00:00
00:00

John McCain nýt­ur nú mests fylg­is af þeim, sem sækj­ast eft­ir út­nefn­ingu sem for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um.  Þá sýna kann­an­ir einnig, að fylgi Hillary Cl­int­on, sem sæk­ist eft­ir út­nefn­ingu Demó­krata­flokks­ins, hef­ur auk­ist á ný en þau McCain og Cl­int­on unnu for­kosn­ing­ar flokka sinna í New Hamps­hire í vik­unni.

Í nýrri könn­un sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN mæl­ist fylgi McCains  34% meðal skráðra kjós­enda sem segj­ast styðja re­públi­kana. Í des­em­ber mæld­ist fylgi McCains 13% í sams­kon­ar könn­un. Könn­un­in nú var gerð 2 dög­um eft­ir sig­ur McCains í New Hamps­hire. Rudolph Giuli­ani  og Mitt Rom­ney koma næst­ir, báðir með 18% fylgi.

Næstu for­kosn­ing­ar hjá re­públi­kön­um verða í Suður-Karólínu 19. janú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert