Skoðanakannanir staðfesta breytta stöðu McCains og Clinton

John McCain nýtur nú mests fylgis af þeim, sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.  Þá sýna kannanir einnig, að fylgi Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, hefur aukist á ný en þau McCain og Clinton unnu forkosningar flokka sinna í New Hampshire í vikunni.

Í nýrri könnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN mælist fylgi McCains  34% meðal skráðra kjósenda sem segjast styðja repúblikana. Í desember mældist fylgi McCains 13% í samskonar könnun. Könnunin nú var gerð 2 dögum eftir sigur McCains í New Hampshire. Rudolph Giuliani  og Mitt Romney koma næstir, báðir með 18% fylgi.

Næstu forkosningar hjá repúblikönum verða í Suður-Karólínu 19. janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert