Fyrrum hermenn tengjast morðum

Bandarískur hermaður í Írak.
Bandarískur hermaður í Írak. AP

Að minnsta kosti 121 fyrrverandi bandarískur hermaður í Írak eða Afganistan hefur framið morð eða verið ákærður fyrir morð í Bandaríkjunum eftir heimkomu frá átakasvæðunum, að því er The New York Times greinír frá í dag.

Blaðið segist ennfremur hafa skráð 349 morð þar sem hermenn, ýmist núverandi eða fyrrverandi, komu við sögu á þeim sex árum sem liðin eru frá því hernaðurinn hófst í Afganistan og síðan Írak. Er þetta 89% aukning miðað við árin sex á undan, segir blaðið.

Í um það bil þrem af hverjum fjórum þessara morða áttu fyrrverandi hermenn í Afganistan eða Íran í hlut.

Talsmaður bandaríska hersins gagnrýndi forsendur rannsóknar blaðsins og aðferðir þess. Bæði væru tekin með í reikningin manndráp af gáleysi og morð að yfirlögðu ráði. Einnig mætti ætla að meint aukning morða þar sem hermenn eiga í hlut kynni að vera til marks um að fjölmiðlafólk væri farið að beina athyglinni meira að hernum síðan hryðjuverkin voru framin 11. september 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka