Íran „ógnar öryggi allra“

George W. Bush.
George W. Bush. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að Íran ógnaði öryggi í öllum heiminum, og að Bandaríkjamenn og arabískar bandalagsþjóðir þeirra yrðu að taka höndum saman og stemma stigu við ógninni áður en það yrði um seinann.

Bush sagði að Íran fjármagnaði öfgasinnaða hryðjuverkamenn, græfi undan friði í Líbanon, sendi vopn til talíbana, reyni að valda skelfingu í nágrannaríkjunum með ögrandi orðfæri, virði Sameinuð þjóðirnar að vettugi og draga úr stöðugleika hvarvetna í austurlöndum með því að neita að gera hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. „Aðgerðir Írana ógna öryggi allra þjóða í heiminum,“ sagði Bush.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka