Grænfriðungar segja að skip sitt, Esperanza, hafi hrakið japönsk hvalveiðiskip af miðunum við Suðurskautslandið. Hefði Esperanza elt forustuskip flotans, Nisshin Maru, í sólarhring og rúmlega eitt hundrað kílómetra leið áður það yfirgaf svæðið. Japanir segjast ætla að veiða um eitt þúsund hvali í vísindaskyni.