Skemmdarverk á flugvelli vegna seinkana

Ryskingar á vellinum í Buenos Aires.
Ryskingar á vellinum í Buenos Aires. AP

Farþegar létu reiði sína bitna á innritunarborðum og öðrum húsbúnaði á stærsta flugvelli Argentínu eftir að flugfélag þar í landi felldi niður ferðir annan daginn í röð. Einnig hentu reiðir farþegarnir ýmsu lauslegu í starfsfólk félagsins, Aerolineas Argentinas, á vellinum í Buoenos Aires.

Auk þess sem flugferðir voru felldar niður urðu seinkanir á öðrum. Ástæðan fyrir þessu er verkfall starfsmanna við farangurshleðslu og skyndiverkfall sem starfsfólk við innritun fór í eftir að reiður farþegi skeytti skapi sínu á starfsmanni flugfélagsins.

Farþegar kvarta undan því að enginn fulltrúi flugfélagsins hafi látið sjá sig á vellinum eða veitt útskýringar. Margir farþegar séu með ung börn og einnig sé aldrað fólk strandaglópar á vellinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka