Hitti son sinn eftir mörg ár

Rojas með syninum.
Rojas með syninum. AP

Kona sem eignaðist son á meðan hún var í gíslingu uppreisnarmanna FARC í Kólumbíu hefur nú eftir að hún var látin laus fengið að sjá son sinn á ný. Drengurinn er sonur Clöru Rojas og manns úr liði FARC en honum var komið á fósturheimili í Bogota er hann var átta mánaða því hann þjáðist af hitabeltissjúkdómum og vannæringu. Hann er nú nærri fjögurra ára.

Opinber starfsmaður sem var viðstaddur endurfundina sagði samkvæmt fréttavef BBC að þetta hefði verið tilfinningaþrungin stund.

Clara Rojas var látin laus úr haldi uppreisnarmanna síðast liðinn fimmtudag eftir langar og strangar samningaviðræður sem forseti Venesúela, Hugo Chavez stýrði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert