Hótanir kunna að hafa verið gabb

Hótanir um talstöð í garð bandarískra herskipa á Hormuz-sundi fyrir viku síðan, sem talið var að hefðu borist frá bátum íranska hersins sem voru í grennd við skipin, kunna að hafa verið gabb frá radíóamatör sem er alræmdur meðal sjómanna á svæðinu. Bandarískt vikublað hefur þetta eftir nokkrum sjómönnum.

Atvikið hefur aukið spennuna í samskiptum Írana og Bandaríkjamanna, og bandaríski flotinn segist enn líta svo á, að það hafi verið írönsku hermennirnir sem höfðu í hótunum. Íranar hafa aftur á móti neitað allri sök í málinu.

Blaðið segir að bandarískir hermenn á Persaflóa hafi heyrt í umræddum talstöðvarbullara í talstöðvum á opnum rásum hafa uppi hótanir og vera með skæting. Nokkrir sjómenn í flotanum telji ekki ólíklegt að sá hinn sami hafi verið að verki á Hormuz-sundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert