Jórdanskur maður gaf sig fram við lögreglu stuttu eftir að hafa myrt systur sína í jórdönskum flóttamannabúðum. Grunur leikur á að umsvokallsæmdarmorð sé að ræða en maðurinn játaði að hafa notað vír og trefil systur sinnar til þess að kyrkja hana.
Maðurinn drap konuna eftir að hún sneri aftur til fjölskyldu sinnar í flóttamannabúðum í bænum Jerash eftir ágreining við eiginmann sinn.
Maðurinn sagðist hafa myrt konuna eftir að maður hennar kvartaði yfir því að hún fór frá heimili sínu reglulega án þess að gefa upp ástæðu.
Þetta er í annað sinn á einni viku sem slíkur glæpur er framinn í Jórdaníu, en maður skaut þrítuga dóttur sína til bana eftir að hún fór frá heimili sínu í nokkra daga.
Í fyrra höfðu 17 heiðursmorð verið tilkynnt til yfirvalda. Fremjendurnir eru yfirleitt nánir fórnarlömbum sínum og fá oft milda dóma ef þeir eru sakfelldir.
Þingið hefur tvisvar neitað að endurmóta hegningarlöggjöfina þrátt fyrir þrýsting frá mannréttindahópum um að binda enda á refsileysi morðingjanna.