Leynd vegna Madeleine líklega framlengd

Clarence Mitchell, talsmaður Kate og Gerry McCann, seg­ir hjón­in full­viss um að yf­ir­völd í Portúgal ákveði að fram­lengja leynd yfir gögn­um lög­reglu vegna hvarfs­ins á dótt­ur þeirra Madeleine í mars á síðasta ári. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Sky.

„Ég get ekki staðhæft að þeir fram­lengi frest­inn en við erum 103%  viss um að það verði gert,” sagði Mitchell í dag. „Við vinn­um út frá því að við höf­um þriggja mánaða frest varðandi op­in­bera birt­ingu gagn­anna.”

Bret­inn Robert Murat, sem hef­ur rétt­ar­stöðu grunaðs manns í mál­inu hef­ur kraf­ist þess að leynd­inni verði aflétt en lög­bund­in átta mánaða leynd hvíl­ir yfir gögn­um lög­reglu í Portúgal frá því ein­stak­ling­ur fær rétt­ar­stöðu grunaðs manns. Talið að að í þessu til­felli verði hún hins veg­ar fram­lengd um a.m.k. þrjá mánuði

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert