Leynd vegna Madeleine líklega framlengd

Clarence Mitchell, talsmaður Kate og Gerry McCann, segir hjónin fullviss um að yfirvöld í Portúgal ákveði að framlengja leynd yfir gögnum lögreglu vegna hvarfsins á dóttur þeirra Madeleine í mars á síðasta ári. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Ég get ekki staðhæft að þeir framlengi frestinn en við erum 103%  viss um að það verði gert,” sagði Mitchell í dag. „Við vinnum út frá því að við höfum þriggja mánaða frest varðandi opinbera birtingu gagnanna.”

Bretinn Robert Murat, sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í málinu hefur krafist þess að leyndinni verði aflétt en lögbundin átta mánaða leynd hvílir yfir gögnum lögreglu í Portúgal frá því einstaklingur fær réttarstöðu grunaðs manns. Talið að að í þessu tilfelli verði hún hins vegar framlengd um a.m.k. þrjá mánuði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert