Norski blaðamaðurinn látinn

Afganskir lögreglumenn loka vegi við Serena hótelið í Kabúl eftir …
Afganskir lögreglumenn loka vegi við Serena hótelið í Kabúl eftir sprengjuárásina. Reuters

Norska blaðið Dag­bla­det greindi frá því í kvöld að blaðamaður blaðsins, sem særðist í til­ræðinu í Kabúl í Af­gan­ist­an í dag, væri lát­inn. Alls eru þá að minnsta kosti sjö manns látn­ir eft­ir til­ræðið, sem liðsmenn talibana­hreyf­ing­ar­inn­ar frömdu.

Ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, Jon­as Gahr Støre , var á hót­el­inu en sakaði ekki. Fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði að Støre hefði verið skot­mark árás­ar­mann­anna. Norska sendi­ráðið í Af­gan­ist­an hélt fund á hót­el­inu er til­ræðið var framið. Norsk­ur diplómati særðist einnig al­var­lega.

Blaðamaður­inn hét Car­sten Thomassen og var 38 ára.

Þetta mun vera fyrsta beina at­laga talib­ana að hót­eli í land­inu frá því hreyf­ing þeirra var hrak­in frá völd­um 2001.

Carsten Thomassen.
Car­sten Thomassen.
Serena hótelið.
Serena hót­elið.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert