Sonur bin Ladens vill dvalarleyfi á Englandi

Osama bin Laden á marga syni, þar á meðal Omar.
Osama bin Laden á marga syni, þar á meðal Omar. Reuters

Omar bin Laden, 26 ára gam­all son­ur hryðju­verka­leiðtog­ans Osama bin Ladens, hef­ur sótt um dval­ar­leyfi á Englandi en hann er kvænt­ur 52 ára gam­alli breskri konu. Þau hjón áforma að setj­ast að í Moult­on í Chel­sea gangi allt að ósk­um.

Að sögn frétta­vefjar blaðsins Daily Mail hef­ur Omar lagt fram um­sókn í sendi­ráði Bret­lands í Kaíró. Gert er ráð fyr­ir að dval­ar­leyf­is­um­sókn­in hljóti já­kvæða af­greiðslu svo framar­lega sem sýnt sé fram á, að hjóna­bandið sé lög­legt og að Omar hafi áður fengið skilnað frá fyrri eig­in­konu sinni.

Það vakti at­hygli á síðasta ári þegar Jane Fel­ix-Brow­ne skýrði frá því að hún hefði gifst syni bin Ladens.  Fel­ix-Brow­ne hef­ur verið gift fimm sinn­um áður og á  þrjú börn og sex barna­börn.

Fel­ix-Brow­ne sagðist hafa hitt Omar bin Laden, einn af mörg­um son­um Osama, þegar hún var í út­reiðartúr ná­lægt píra­míd­an­um mikla í Giza í Egyptalandi. Hún var stödd þar í landi til að leita sér lækn­inga við MS sjúk­dómn­um.

Hún seg­ir að þau Omar hafi gift sig í sam­ræmi við íslamsk­an sið bæði í Sádi-Ar­ab­íu og Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert