Sonur bin Ladens vill dvalarleyfi á Englandi

Osama bin Laden á marga syni, þar á meðal Omar.
Osama bin Laden á marga syni, þar á meðal Omar. Reuters

Omar bin Laden, 26 ára gamall sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens, hefur sótt um dvalarleyfi á Englandi en hann er kvæntur 52 ára gamalli breskri konu. Þau hjón áforma að setjast að í Moulton í Chelsea gangi allt að óskum.

Að sögn fréttavefjar blaðsins Daily Mail hefur Omar lagt fram umsókn í sendiráði Bretlands í Kaíró. Gert er ráð fyrir að dvalarleyfisumsóknin hljóti jákvæða afgreiðslu svo framarlega sem sýnt sé fram á, að hjónabandið sé löglegt og að Omar hafi áður fengið skilnað frá fyrri eiginkonu sinni.

Það vakti athygli á síðasta ári þegar Jane Felix-Browne skýrði frá því að hún hefði gifst syni bin Ladens.  Felix-Browne hefur verið gift fimm sinnum áður og á  þrjú börn og sex barnabörn.

Felix-Browne sagðist hafa hitt Omar bin Laden, einn af mörgum sonum Osama, þegar hún var í útreiðartúr nálægt píramídanum mikla í Giza í Egyptalandi. Hún var stödd þar í landi til að leita sér lækninga við MS sjúkdómnum.

Hún segir að þau Omar hafi gift sig í samræmi við íslamskan sið bæði í Sádi-Arabíu og Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert