Abbas sakar Ísraela um fjöldamorð

Mikil reiði ríkir á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum vegna aðgerða Ísraela í …
Mikil reiði ríkir á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum vegna aðgerða Ísraela í nótt. AP

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraelshers á Gasasvæðinu í nótt og sagt þær fjöldamorð sem Palestínumenn muni ekki gleyma. Sautján Palestínumenn eru látnir eftir árásir Ísraelshers með þyrlum og skriðdrekum á svæðinu í nótt. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

„Það hefur verið framið fjöldamorð gegn þjóð okkar í dag,” sagði Abbas, „Við segjum hér með þjóðum heims að við  munum ekki þegja yfir slíku.”

 Greint hefur verið frá því að einn hinna látnu Husam Zahar hafi verið sonur Mahmoud Zahar, eina eftirlifandi stofnfélaga Hamas-samtakanna og utanríkisráðherra skammlífrar þjóðstjórnar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert