Brugðist við nýnasistum eins og náttúruhamförum

Vegna fyrirhugaðrar fjöldagöngu nýnasista í bænum Pilesn í Tékklandi á laugardaginn hafa bæjaryfirvöld gripið til neyðaráætlana sem jafnast á við að búist sé við náttúruhamförum, að því er borgarfulltrúi greindi frá í dag. Viðbúnaðaráætlunin sé svipuð og þegar mikil flóð urðu 2002 og er óveður gekk yfir í fyrra.

Búist er við að til göngunnar mæti hundruð ef ekki þúsundir öfgasinna. Á laugardaginn verða 66 ár liðin frá því að nasistar hófu brottflutning gyðinga frá Pilsen.

Nýnasistar reyndu að efna til hópgöngu um gamla gyðingahverfið í Prag í nóvember í fyrra, en lögreglan kom í veg fyrir að gangan færi fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka