Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði í dag að höfða dómsmál á hendur ítölskum stjórnvöldum ef þau leysa ekki sorphirðukreppuna í Napólí sem leitt hefur til þess að um hundrað þúsund tonn af sorpi eru þar á götum úti.
Þrjár vikur eru síðan sorphirðumenn í Napólí og Campaníuhéraði fóru í verkfall vegna þess að ekki er lengur pláss fyrir sorp á sorphaugum.
Framkvæmdastjórnin er reiðubúin að beita „öllum ráðum,“ þ.á m. sektum, til að knýja ítölsk stjórnvöld til að fylgja reglum ESB um sorp, sagði Stavros Dimas, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórninni.