Ásakanir

Japönsk stjórnvöld fordæma aðgerðir félaga í náttúruverndarsamtökunum Sea Shepherd, sem fóru um borð í japanskt hvalveiðiskip í suðurhöfum í gær og eru þar enn. Sea Shepherd segir að mönnunum sé haldið gegn vilja sínum en Japanar segja að ekki hafi verið hægt að skila mönnunum.

Sea Shepherd-liðarnir tveir fóru um borð í hvalveiðiskipið til að afhenda skrifleg mótmæli gegn hvalveiðum Japana. Sea Shepherd segir að Japanarnir hafi neitað að leyfa mönnunum að snúa til baka til skips samtakanna fyrr en Sea Shepherd lofi að ógna ekki öryggi hvalveiðimanna með aðgerðum.

Japanar segja hins vegar, að hvalveiðiskipið hafi reynt að ná sambandi við Sea Shepherd svo hægt væri að skila mönnunum. En fram til þessa hafi skip samtakanna ekki svarað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert