Bush vongóður um að OPEC auki olíuframleiðslu

Bush sést hér ganga með Abdullah konungi í dag.
Bush sést hér ganga með Abdullah konungi í dag. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði eftir fund sinn með Abdullah, konungi Sádi-Arabíu, að hann væri vongóður um að OPEC-ríkin muni taka ákvörðun um aukna olíuframleiðslu svo draga megi úr hækkun eldsneytisverðs.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Dana Perino, segir að Bush hafi rætt um hátt eldsneytisverð við Abdullah í gærkvöldi. Hann segir jafnframt að konungurinn hafi sýnt þessu skilning og að hann hafi áhyggjur af hækkandi olíuverði, og því hvernig hátt verðlag geti haft neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins.

„Forsetinn sagðist vongóður um að niðurstaða fáist í kjölfar þessara viðræðna, og að OPEC fá hvatningu til að heimila aukna framleiðslu,“ sagði Perino við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert