Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi

Meiri ís er nú á Diskóflóa á Græn­landi en þar hef­ur sést í mörg ár. „Frá ár­inu 2004 hef­ur ekki verið ís á Diskóflóa en nú er ís­inn allt að 50 cm að þykkt. Frá jól­um hef­ur verið ríkj­andi sterk norðanátt sem hef­ur valdið níst­ingkulda á svæðinu,” seg­ir Henrik Matt­hiesen, starfsmaður dönsku veður­stof­unn­ar á svæðinu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

„Fyr­ir tíu til fimmtán árum var yf­ir­leitt ís á fló­an­um þannig að kannski er aft­ur komið á eðli­legt ástand," seg­ir hann. 

Ant­hon Frederik­sen, sveita­stjóri Ilu­lissat, seg­ir vet­ur­inn í  vet­ur hafa verið þann kald­asta síðasta ára­tug. „Um ára­mót­in var hér 25 til 26 stiga frost. Það var í fyrsta skipti í tíu ár sem kuld­inn var þetta mik­ill. Þetta þýðir það að það er nú meiri ís á fló­an­um en sést hef­ur frá ár­inu 1996,” seg­ir hann.

Bráðnun jök­uls­ins við Ilu­lissat í Diskóflóa hef­ur á und­an­förn­um árum verið títt­nefnt dæmi um áhrif lofts­lags­breyt­inga og hafa marg­ir áhrifa­menn á alþjóðavett­vangi gert sér ferð þangað til að skoða aðstæður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert