Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi

Meiri ís er nú á Diskóflóa á Grænlandi en þar hefur sést í mörg ár. „Frá árinu 2004 hefur ekki verið ís á Diskóflóa en nú er ísinn allt að 50 cm að þykkt. Frá jólum hefur verið ríkjandi sterk norðanátt sem hefur valdið nístingkulda á svæðinu,” segir Henrik Matthiesen, starfsmaður dönsku veðurstofunnar á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Fyrir tíu til fimmtán árum var yfirleitt ís á flóanum þannig að kannski er aftur komið á eðlilegt ástand," segir hann. 

Anthon Frederiksen, sveitastjóri Ilulissat, segir veturinn í  vetur hafa verið þann kaldasta síðasta áratug. „Um áramótin var hér 25 til 26 stiga frost. Það var í fyrsta skipti í tíu ár sem kuldinn var þetta mikill. Þetta þýðir það að það er nú meiri ís á flóanum en sést hefur frá árinu 1996,” segir hann.

Bráðnun jökulsins við Ilulissat í Diskóflóa hefur á undanförnum árum verið títtnefnt dæmi um áhrif loftslagsbreytinga og hafa margir áhrifamenn á alþjóðavettvangi gert sér ferð þangað til að skoða aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert