Repúblikaninn Mitt Romney bar sigur úr býtum í forvali repúblikana Michigan ríki, og varð John McCain annar. Romney, sem varð annar í prófkjörum repúblikana í Iowa og New Hampshire, fékk 39% atkvæða nú en McCain 30%. Í sigurræðu sinni sagði Romney sigurinn vera „byrjun á endurkomu."
Af öðrum frambjóðendum er það að segja að Mike Huckabee fékk 16% atkvæða, Ron Paul 6,3%,
Fred Thompson 4% og Rudy Giuliani 3%. Mikil óvissa er í röðum repúblikana og enginn frambjóðandi virðist ætla að taka af skarið. Ný könnun sem Gallup hefur gert fyrir blaðið USA Today sýnir þó, að McCain nýtur mests fylgis á landsvísu, 33%, fylgi Huckabees er 19% og Rudi Giuliani er með 13% fylgi og Romney 11%
Sagt er frá því á fréttavef BBC að Michigan ríki er ekki á lista yfir ríki í forvali demókrata.
Michigan var talið mikilvægt fyrir Romney sem er fyrrverandi ríkisstjóri Massachussets.
McCain sigraði Romney í prófkjöri repúblikana í New Hampshire.