Spáð 55 stiga frosti

Svetlana Baranova með eins árs son sinn, Styopa, vafin í …
Svetlana Baranova með eins árs son sinn, Styopa, vafin í teppi á heimili þeirra skammt frá Krasnojarsk í Síberíu. Reuters

Spáð er allt að 55 stiga frosti í Síberíu næstu daga og gaf rússneska almannavarnaráðuneytið út aðvörun í dag vegna kuldans. Meðalhiti í borgum í Síberíu á þessum árstíma er á bilinu 15-39 stiga frost, en samkvæmt spám gæti mikið kuldakast staðið í viku.

Í viðvörun ráðuneytisins segir að þessi mikli kuldi geti leitt til dauðsfalla, valdið kali, gert heimili rafmagnslaus, raskað samgöngum, aukið tíðni umferðarslysa og jafnvel eyðilagt hús.

Tveir hafa þegar látist í Irkutsk í Mið-Síberíu vegna kulda, að því er rússneska ríkissjónvarpið greindi frá. Yfir 30 hafa leitað á sjúkrahús vegna kals.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert