Áströlsk yfirvöld sækja liðsmenn Sea Shepard

Japanskir hvalveiðimenn yfirbuga annan Sea Shepherdliðann eftir að hann fór …
Japanskir hvalveiðimenn yfirbuga annan Sea Shepherdliðann eftir að hann fór um borð í japanskt hvalveiðiskip. Reuters

Stephen Smith, utanríkisráðherra Ástralíu, greindi frá því í morgun að ríkisstjórn landsins hefði ákveðið að senda tollgæsluskip að japönsku hvalveiðiskipi í Suður-Íshafinu til að sækja tvo liðsmenn Sea Shepard samtakanna sem eru í haldi áhafnar skipsins.

Mennirnir tveir haf nú verið nauðugir um borð í japanska hvalveiðiskipinu Yushin Maru No. 2 í tvo sólarhringa en áhöfn skipsins tók mennina Benjamin Potts frá Ástralíu og Giles Lane, frá Bretlandi, höndum er þeir fóru óboðnir um borð í skipið. 

 Sea Sheperd samtökin segja að áhöfn japanska skipsins hafi sett fram það skilyrði fyrir lausn þeirra að samtökin hætti afskiptum af hvalveiðum Japana á svæðinu. Ekki komi hins vegar til greina að ganga að þessum eða öðrum skilyrðum fyrir lausn mannanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert