Ekki grunur um hryðjuverk

00:00
00:00

Ekki er vitað hvers vegna farþega­flug­vél frá Brit­ish Airways náði ekki inn á flug­braut á Heathrow flug­velli í Lund­ún­um í lend­ingu í dag. Talsmaður bresku lög­regl­unn­ar, Scot­land Yard, seg­ir að eng­inn grun­ur leiki á að um hryðju­verk hafi verið að ræða. 136 farþegar og 16 manna áhöfn voru í vél­inni. Þrír hlutu minni­hátt­ar meiðsl.

Brott­för síðdeg­is­vél­ar Icelanda­ir frá Heathrow seinkaði um 1½ tíma vegna þessa at­viks, að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Flug­leiða. Vél­in er nú á leiðinni til Íslands. Ekki er enn ljóst hvort seink­un verður á kvöld­vél­inni til Lund­úna.

Flug­vél­in var að koma frá Kína þegar óhappið varð. Tals­verðar taf­ir urðu á flug­vell­in­um í kjöl­farið og tafðist m.a. brott­för flug­vél­ar Gor­dons Browns, for­sæt­is­ráðherra, sem er nú á leið til Kína og Ind­lands 
ásamt tug­um blaðamanna og kaup­sýslu­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert