Ekki grunur um hryðjuverk

Ekki er vitað hvers vegna farþegaflugvél frá British Airways náði ekki inn á flugbraut á Heathrow flugvelli í Lundúnum í lendingu í dag. Talsmaður bresku lögreglunnar, Scotland Yard, segir að enginn grunur leiki á að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 136 farþegar og 16 manna áhöfn voru í vélinni. Þrír hlutu minniháttar meiðsl.

Brottför síðdegisvélar Icelandair frá Heathrow seinkaði um 1½ tíma vegna þessa atviks, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Vélin er nú á leiðinni til Íslands. Ekki er enn ljóst hvort seinkun verður á kvöldvélinni til Lundúna.

Flugvélin var að koma frá Kína þegar óhappið varð. Talsverðar tafir urðu á flugvellinum í kjölfarið og tafðist m.a. brottför flugvélar Gordons Browns, forsætisráðherra, sem er nú á leið til Kína og Indlands 
ásamt tugum blaðamanna og kaupsýslumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert