Fyrrum þingmaður á Bandaríkjaþingi hefur verið ákærður fyrir að fjármagna einn af aðalstuðningsmönnum al-Qaeda í Afganistan.
Sagt er frá því á fréttavef BBC að kviðdómur hefur ákært Mark Deli Siljander, fyrrverandi þingmann í Repúblikanaflokknum, fyrir peningaþvott, samsæri, og fyrir að hindra réttvísi.
Fullyrt er að Siljander hafi gætt hagsmuna góðgerðarstofnunar sem sendi fé til Gulbuddin Hekmatyar, stuðningsmanns al-Qaeda og Talibana.
Ákæran segir Siljander hafa logið til um að hafa þrýst á öldungadeildarþingmenn fyrir hönd samtakanna Islamic American Relief Agency(IARA).
Einnig segir að stofnunin hafi sent átta milljónir króna til Pakistan árin 2003-4 á reikning sem Gulbuddin hafði aðgang að.
Segir í ákærunni að Siljander hafi stundað peningaþvott og hindrað alríkisrannsókn til þess að fela misnotkun á fé sem IARA var útvegað af stjórnvöldum af mannúðarástæðum.
Góðgerðarstofnunni var lokað árið 2004 vegna gruns um stunduð væri fjáröflun fyrir hryðjuverkamenn í nafni stofnunarinnnar.
Siljander var þingmaður frá árunum 1981-1987 og starfaði í eitt ár sem sendifulltrúi á vegum Sameinuðu þjóðanna.