Bresk stjórnvöld eru með áform um að ráðast gegn vefsíðum sem kynda undir öfgar, til þess að koma í veg fyrir að fólk aðhyllist öfgahópa.
Jacqui Smith innanríkisráðherra Bretlands segist vilja auka samráð við netfyrirtæki og nota tæknina til þess að koma í veg fyrir að viðkvæmir eða ungt fólk verði tálbeitur öfgahópa.
„Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir er að hindra að fólk verði eða styðji hryðjuverkamenn," sagði Smith.
Smith segir á fréttavef BBC að margt bendi til þess að vefsíður séu notaðar í auknum mæli til þess að dreifa áróðri hryðjuverkamanna.
Smith bendir á að lagabreytingar séu nauðsynlegar og að samvinna með netfyrirtækjum geti borið árangur. Smith vísar til þess að slík samvinna hafi gagnast vel við að hafa upp á barnaníðingum sem hafi fundið fórnarlömb sín á netinu.