Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Sameinuðu þjóðanna er framundan tímabil efnahagslegs vaxtar og pólitískra framfara í Írak.
Fram kemur á fréttavef BBC að IMF spáir 7% hagvexti árið 2008 og að olíuframleiðsla muni fara upp um 200,000 tunnur á dag.
Sameinuðu þjóðirnar hrósa samræðum milli Súnníta og Sjíta og lofa starf ríkistjórnarinnar.
Sérfræðingar minna á að mikið velti á hraðri framvindu á næstu sex til tólf mánuðum.
Ofbeldi hefur minnkað í Írak og bjartsýni ríkir í kjölfar þess að íraska þingið samþykkti lög sem leyfa að fyrrum meðlimir Baath flokks Saddam Husseins verði leystir úr haldi.