SÞ gagnrýna stjórn Myanmar

Hópur munka gagnrýnir stjórnvöld Myanmar í september sl.
Hópur munka gagnrýnir stjórnvöld Myanmar í september sl. Reuters

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi í dag harðlega hve hægt gengur að koma á umbótum í Myanmar og er stefnt að því að senda sáttasemjarann Ibrahim Gambari til landsins fyrr en til hefur staðið.

Aðildarlöndin fimmtán sögðust eftir fundinn harma það hve lítið hefði þokast í lýðræðisátt frá því að stefnumarkmið voru sett í október síðastliðnum, mánuði eftir að herstjórnin í Myanmar kvað niður mestu mótmæli í landinu í tuttugu ár, með harðri hendi.

Gambari sagði eftir fundinn að allir aðilar að öryggisráðinu hefðu lagt mikla áherslu á það að brýn þörf væri á því að flýta ferlinu. Gambari hefur tvisvar heimsótt Myanmar frá því að mótmælin hófust í september.

Fimmtán létust meðan á mótmælunum stóð og voru um 3.000 handteknir. Hörðum viðbrögðum hersins var harðlega mótmælt um allan heim og hertu m.a. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert