Svartsýni og vantraust á leiðtoga heims

Svartsýni ríkir á meðal íbúa heimsins og vantraust á leiðtoga, …
Svartsýni ríkir á meðal íbúa heimsins og vantraust á leiðtoga, samkvæmt könnun á vegum Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum. SEBASTIAN DERUNGS

Íbúar heimsins óttast framtíðina og treysta ekki leiðtogum ríkja, samkvæmt alþjóðlegri könnun Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum.

Nærri helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja að næsta kynslóð muni búa í hættulegri heimi.  Tekin voru viðtöl við við 61.000 manns í 60 löndum.  Svörin lýsa skoðunum 1,5 milljarða manna um allan heim.

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir um horfur til öryggis og efnahags í framtíðinni og svör sýna fram á að skortur er á bjartsýni sérstaklega meðal íbúa vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. 

Útkoma er í samræmi við undanfarin ár en 25% svarenda telja að næsta kynslóð muni búa við meira öryggi á meðan helmingi fleiri eða 48% sjá fram á minna öryggi.

Bjartsýni á efnahagslegum vexti hefur minnkað og eru Evrópubúar svartsýnastir, en  19% trúa því að framtíðarkynslóðir muni búa við velmegun og 54% áttu von á lítilli eða minni velmegun. 

27% Bandaríkjamanna höfðu trú á velmegun í framtíðinni.

Afrískar þjóðir voru bjartsýnar um velmegun en fimm þjóðir voru með í könnuninni.  71% töldu að framtíðarkynslóðir myndu búa við betri kjör en eru í dag.

Meirihluti þátttakenda taldi að leiðtogar ættu að stuðla að hagvexti, og koma í veg fyrir bilið á milli ríkra og fátækra.  Þetta árið voru umhverfisvernd, hryðjuverk og stríð einnig á hátt lista yfir þá hluti sem leiðtogar eiga að beina athyglinni að og bæta.

Neikvæðni gagnvart stjórnmálamönnum hafði aukist á miðað við í fyrra en íbúar rómönsku Ameríku treystu minnst stjórnmálamönnum.

8% allra þátttakenda sögðust treysta stjórnmálamönnum minnst en kennurum er treyst mest eða af 34% þátttakenda í könnunni.

Könnunin var gerð á mánuðunum október til desember 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert