Clinton og McCain líklegust samkvæmt skoðanakönnun

Obama heilsar stuðningsmönnum sínum í Nevada
Obama heilsar stuðningsmönnum sínum í Nevada AP

John McCain hefur náð forskoti á landsvísu meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða forseta efni bandarískra repúblikana samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastofan AP hefur látið gera. Hillary Clinton heldur enn forskoti sínu meðal demókrata en Barack Obama er fast á hæla hennar.

Skoðanakönnunin þykir endurspegla þá þróun sem orðið hefur eftir að forvöl hófust fyrr í mánuðinum.

Repúblikaninn Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, sem þótti mjög líklegur til að verða fyrir valinu fyrir ári síðan hefur dregist mjög aftur úr og virðist slagurinn standa milli McCain, Mick Huckabee og auðkýfingsins Mitt Romney.

Hjá Repúblikönum mælist fylgi McCain 22% í könnuninni, sem er 13% aukning frá því í desember. Fyrrum ríkisstjórarnir Romney og Huckabee mælast báðir með 16%

Hillary Clinton mælist með 40% fylgi meðal demókrata í augnablikinu en Obama hefur aukið fylgi sitt um 10 prósentustig frá því í desember og fær nú 33% fylgi. Fylgi Clinton hefur dalað á mikiilvægum stöðum og hefur Obama sótt á sem því nemur.

Munur milli frambjóðenda er fremur lítill og hefur fylgi frambjóðenda sveiflast mjög að undanförnu, stefnir því allt í spennandi baráttu á næstu vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka