Ráðuneyti jafnað við jörðu á Gasasvæðinu

Ísra­els­her jafnaði inn­an­rík­is­ráðuneyti Palestínu­manna í Gasa­borg við jörðu í loft­árás í dag. Bygg­ing­in, sem var fjög­urra hæða, var mann­laus er árás­in var gerð en Palestínu­menn segja að allt að tutt­ugu manns sem voru stadd­ir í ná­grenni henn­ar hafi slasast í árás­inni. 

Einn Palestínumaður lést og tveir slösuðust er Ísra­els­her gerði flug­skeyta­árás á bíl, sem þeir voru í í ná­grenni mosku í Jabaliya flótta­manna­búðunum á norðan­verðu Gasa­svæðinu, í morg­un. Þá hafa Ísra­el­ar nú lokað öll­um landa­mæra­stöðvum sem liggja að Gasa­svæðinu og geta Sam­einuðu þjóðirn­ar og hjálp­ar­sam­tök, sem hafa starf­semi á svæðinu, því ekki komið vist­um þangað. 

Ísra­elsk yf­ir­völd segja aðgerðirn­ar lið í hert­um aðgerðum Ísra­ela til að binda enda á flug­skeyta­árás­ir Palestínu­manna yfir landa­mær­in til Ísra­els en her­ská­ir Palestínu­menn hafa skotið 110 flug­skeyt­um á Ísra­el á und­an­förn­um þrem­ur sól­ar­hring­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert