Clinton og Romney unnu í Nevada

Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada í Bandaríkjunum í dag. Þá vann Mitt Romney sigur í kosningum Repúblikanaflokksins í sama ríki.

Bandarískar sjónvarpsstöðvar lýstu yfir sigri Clinton og opinberar tölur bentu til þess, að hún hefði fengið 50,62% atkvæða en Barack Obama hefði fengið 45,2% atkvæða. John Edwards varð þriðji með 3,86%. 

„Þetta er stór dagur hjá Hlillary," sagði Terry McAuliffe, kosningastjóri Clinton, sigri hrósandi.

Ekki lágu fyrir úrslit í forkosningum Repúblikana en kosningaspár útnefndu Romney sigurvegara. Aðrir frambjóðendur flokksins höfðu lagt litla áherslu á kosningabaráttu í ríkinu og einbeittu sér þess í stað að Suður-Karólínu þar sem kosið er í dag.

Hillary Clinton í Nevada í dag.
Hillary Clinton í Nevada í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert