Þjóðernissinninn Tomislav Nikolic fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninga í Serbíu í dag, samkvæmt fyrstu tölum úr atkvæðatalningu, sem birtar voru í kvöld. Útlit er fyrir að kosið verði í síðari umferð milli Nikolic og Boris Tadic, núverandi forseta landsins.
Samkvæmt kosningaspá, sem óháð eftirlitsstofnun birti í kvöld, fékk Nikolic 39,4% atkvæða en Tadic fékk 35,4%. Fái enginn frambjóðandi helming atkvæða eða meirafer síðari umferð fram 3. febrúar. Þeir Nikolic og Tadic voru einnig í kjöri árið 2004 og þá sigraði Tadic naumlega.
Kjörsókn í dag var óvenju góð eða um 60%.