Konum fjölgar á færeyska Lögþinginu

Frá Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Tinganes í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Dagur

Fjöldi kvenna á færeyska Lögþinginu meira en tvöfaldaðist í kosningum í gær. Þrjár konur sátu á síðasta þingi en sjö konur náðu kjöri nú. Alls voru kosnir 33 þingmenn en í fyrsta skipti voru Færeyjar eitt kjördæmi. Kjörsókn var 89,2%.

Nærri helmingur þingmannanna, eða 14, koma nýir á þing. Þjóðveldisflokkurinn er stærsti flokkur eyjanna eftir kosningarnar, fékk 23,3% atkvæða og 8 þingmenn. Stjórnarflokkarnir þrír, Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Jafnaðarflokkurinn, misstu allir fylgi en halda áfram öruggum meirihluta eða  20 þingmönnum af 33.

Talið er líklegt, að flokkarnir þrír vinni áfram saman á kjörtímabilinu, sem nú er hafið þótt ekki sé útilokað að nýtt stjórnarmynstur verði til. Stjórnarmyndunarviðræður hafa oft tekið langan tíma í Færeyjum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert